140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:56]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þau sjónarmið sem hér hafa komið fram, það er eðlilegt að hæstv. forsætisráðherra sé við þessa umræðu. Ef ráðherrann er í skrúðgöngum úti í bæ telst það varla lögmæt afsökun fyrir því að vera ekki í þingsal. Hæstv. forsætisráðherra hlýtur að þurfa að forgangsraða dagskrá sinni þannig að hátíðahöld með blöðrum og þess háttar einhvers staðar gangi ekki fyrir þingstörfunum. Það er mjög óeðlilegt ef svo er, en ég hef ekki hugmynd um það.

Ég tek undir að það væri mjög gott ef ráðherra gæti verið hér.

Mig langar jafnframt að biðja hæstv. forseta, úr því að hæstv. forsætisráðherra er ekki hér til að hlýða á þetta góða tilboð mitt, að koma því á framfæri og hugsanlega að taka af skarið með það að gera nú hlé á þessari umræðu þannig að við getum tekið inn einhver önnur mál sem þurfa svo sannarlega að komast til nefnda. Það er ljóst að við náum ekki í bráð neinu samkomulagi um þetta mál. (Forseti hringir.)