140. löggjafarþing — 97. fundur,  10. maí 2012.

vörumerki.

269. mál
[22:24]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um mál 269 á þskj. 296 um vörumerki. Nefndarálitið er að finna á þskj. 1061, sem dreift hefur verið til þingmanna, og breytingartillögur okkar má finna á þskj. 1062.

Málið er fyrst og fremst í þremur þáttum. Hinn fyrsti lýtur að tilteknum lagabreytingum er fylgja gerð Singapúrsamningsins um vörumerkjarétt til þess að Ísland uppfylli ákvæði hans. Í öðru lagi eru tilteknar breytingar á vörumerkjaréttinum sem fylgja norrænum samningum sem við erum aðilar að. Og í þriðja lagi er skerpt á nokkrum atriðum sem varða einvörðungu íslenskan rétt.

Gestir komu fyrir nefndina og fjölluðu um málið og góður samhugur var í nefndinni um það. Þær breytingar sem nefndin leggur til við 2. umr. eru óverulegar, en eins og áður segir er þær að finna á þskj. 1062, og mælir nefndin með því að frumvarpið verði að lögum.