140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

siglingalög.

348. mál
[11:47]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mál það sem hér er til umfjöllunar er ekki pólitískt ágreiningsmál að neinu leyti, hygg ég. Við meðferð málsins í hv. umhverfis- og samgöngunefnd komu fram athugasemdir um að nokkuð skorti á skýrleika þeirra ákvæða sem þar eru frá þeim aðilum í samfélaginu sem helst þurfa að fara eftir þeim. Þeir lögðust ekki gegn málinu heldur kölluðu eftir frekari skýrleika. Að einhverju leyti er komið til móts við þau sjónarmið í breytingartillögum meiri hluta nefndarinnar en ég hygg að ekki sé nægilega langt gengið í þeim efnum og mun því sitja hjá við afgreiðslu málsins.