140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[12:05]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hæstv. ráðherra styðji þessar hugmyndir um einmitt að víkka út þetta samfélagslega verkefni sparisjóðanna. Ég tel að það sé algjör forsenda fyrir því að hér verði öflugt sparisjóðakerfi að þeir taki að sér víðtæka þjónustu í nærsamfélögum úti um allt land. Auk þess er mjög mikilvægt að leitað verði leiða til þess að aðstoða þá sem voru í meðal annars Byr og Spron en sitja nú fastir í Arion banka og Íslandsbanka, og gera þessu fólki kleift að færa sig aftur yfir í einhvern sparisjóðinn. Til þess þarf að leita samstarfs fjölmargra ráðuneyta en það á að vera hægt ef vilji er til þess að búa til sparisjóðakerfi sem er valkostur við viðskiptabankana, við einn banka sem er að mestu leyti í eigu ríkisins og aðra banka sem eru í eigu vogunarsjóða.