140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda.

736. mál
[15:25]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel í raun ekki um andsvar að ræða heldur sé verið að hvetja til dáða. Ég tek undir með hv. þm. Álfheiði Ingadóttur og formanni velferðarnefndar að það væri sérlega ánægjulegt ef hægt væri að ljúka þessu máli og eins og kom fram í andsvari hv. þingmanns á það sér langan aðdraganda. Það er til vansa að hafa ekki lokið málinu. Þó að framkvæmdin hafi á margan hátt verið í góðum höndum þarf að formgera hana og lagabinda þannig að rétturinn sé skýr, og taka af öll vafaatriði hvað það varðar. Ég veit að málið verður í góðum höndum hjá hv. velferðarnefnd og treysti á að það fái skjótan framgang og þakka fyrir að það skuli hafa komist á dagskrá þótt það hafi borist inn í þingið rétt fyrir lokafrestinn til að leggja fram mál.