140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda.

736. mál
[15:29]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Það er auðvitað greinilegt að ástandið verður mun betra en það hefur verið, ég held það alla vega, ég er enginn sérfræðingur í þessum málum, og tímapunkturinn þegar viðkomandi getur breytt um nafn er færður fram. En mig langar að beina því til nefndarinnar, sem ég á því miður ekki sæti í, að skoða sérstaklega hvort með einhverjum hætti sé hægt að bregðast við og leyfa nafnbreytingu fyrr ef ástæða er til. Ef niðurstaðan byggir á sátt og málefnalegum rökum skal ég ekki segja hvað er rétt í því en mig langar að minnsta kosti að beina því til nefndarinnar að þetta verði skoðað.