140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[15:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, vissulega er Evrópusambandið og aðild að því hvorki upphaf né endir eins eða neins. Hins vegar er allt annað mál hér undir. Hér er undir sú spurning hvort við Íslendingar viljum veita viðtöku 5 milljörðum (Gripið fram í.) eða allt að 5 milljörðum í styrki til verkefna sem að verulegu leyti lúta að atvinnuþróun og byggðaþróun hér í landinu sem við þurfum mjög á að halda að efla og hvort við séum tilbúin til þess að greiða fyrir því að falla frá því að skattleggja þessar tekjur sem annars munu ekkert skapast, þ.e. að falla frá því sem ekkert er.

Mér virðist það fremur einfalt hagsmunamat fyrir íslenskt samfélag, einkum í því árferði sem við nú búum við, að greiða fyrir því að fá þessa fjármuni inn fyrir þessi mikilvægu verkefni með því að falla frá því að skattleggja það sem annars yrði aldrei að neinu.