140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[15:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér var engu beint sérstaklega til mín, kannski frekar til Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs en þó er rétt að halda því til haga að hvort sem Ísland verður aðili að Evrópusambandinu eða ekki þá erum við miklir og virkir þátttakendur í evrópsku samstarfi á fjölmörgum sviðum og hluti af þeim 500 milljónum manna markaði sem hinn evrópski markaður er. Það er því engum blöðum um það að fletta að mörg þau verkefni sem verið er að styrkja munu nýtast okkur vel því að við verðum eftir sem áður í Evrópusamstarfi hvort sem við verðum fullir aðilar að Evrópusambandinu eða ekki.