140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[22:26]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. innanríkisráðherra hefur einnig lýst því yfir að hann hafi gefið sömu skipun til undirstofnana innanríkisráðuneytisins að þar yrði ekki sótt um þessa aðlögunarstyrki, IPA. Ég held að hann hafi getið þess hér í þinginu.

Hitt er alveg rétt að mjög skiptar skoðanir voru um þetta. Það er alveg hárrétt að þetta var eitt af þeim málum sem mikill ágreiningur var um milli mín og bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Hvar þetta síðan vistaðist — samninganefndin hefur nú enga kennitölu til þess að vista fé og ekki heldur ráðherranefndin sem slík, hún hefur það ekki. Þessu hefur sjálfsagt verið fundinn farvegur.

Ég kem að öðru atriði seinna, frú forseti.