140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[18:47]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Með leyfi forseta stendur í 23. gr. í tillögum stjórnlagaráðs:

„Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.“

Ég botna ekkert í því hvað þetta þýðir. Ég er búinn að lesa skýringarnar með þessu og ég er engu nær. Það eru svona hlutir sem ég tel skynsamlegra að vinna nánar. Það kann að vera að þingmenn mundu hreinlega taka þessa grein út, umorða hana, koma með aðra grein sem skýrði betur það sem væntanlega er verið að segja. Ef ég á að reyna að ímynda mér hver hugsunin er þá væri hægt að umorða hana á þann veg að allir eigi að geta notið heilbrigðs lífernis. Af hverju segja menn það þá ekki? Það þarf þá líka að vera hægt að segja hvernig ná eigi þeim markmiðum. (Gripið fram í: Ekki reykja.) — Já, banna reykingar. Það er eitthvað slíkt sem við hljótum að þurfa að fá nánari útlistanir á.