140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:10]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Rétt er það, hv. þingmaður notaði ekki mikinn tíma í að fara í það og það er auðvitað fagnaðarefni. Ég vil leggja áherslu á það hversu nauðsynlegt er að við spyrjum þeirra spurninga sem þarf að spyrja. Við erum að fjalla um það í þinginu. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram fullt af nýjum spurningum. Við skulum ræða þær. Við skulum taka efnislega afstöðu til þeirra. Til þess erum við hér og ég er ekkert kvíðinn því að út úr því komi annað en góð niðurstaða.

Síðan er spurning um hvernig farið verður í ferlið í haust. Ég held að við séum með mjög góðan grunn að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það má vera að þessar spurningar munu hvetja okkur til að gera á því breytingar. Þá munum við gera það en við erum í þessu ferli og ég tel mikilvægt að við klárum það.