140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:13]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ef þessi tillaga er svona lítil, ef hún er svona einföld og hefur þessi litlu áhrif, skora ég á hv. þingmann að taka þátt í því með mér að ljúka þessari umræðu, eftir mjög málefnalega umræðu, og snúa okkur að þeim mikilvægu málum sem liggja fyrir og við þurfum að ræða og eigum að ræða í þinglok en sem þessi langa umræða tefur.