140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:17]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með hv. þingmönnum um að það er afar sérstakt að við stöndum hér og ræðum þetta mál sem ekki er brýnt fyrir heimilin og mun ekki geta hjálpað heimilunum út úr þeim vandamálum sem þau eru stödd í núna, enda hefur nú safnast saman fólk úti á Austurvelli sem mótmælir því að verið sé að ræða þetta mál og kallar á að hér séu rædd og afgreidd mál sem snerta til að mynda skuldavanda heimilanna og ýmis hagsmunamál sem snúa að fólki.

Ég tek undir með hv. þingmönnum sem talað hafa á undan mér að mér finnst það alls óviðeigandi vera að að ræða þetta mál sem svo mikil ósamstaða er um og liggur nákvæmlega ekkert á.