140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

stuðningur Hreyfingarinnar við ríkisstjórnina.

[10:57]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það má vel vera að þessi samtöl hafi áhrif á þingstörfin og þá vonar maður auðvitað að það sé í jákvæða átt þannig að störfin gangi eitthvað greiðar fyrir sig en þau hafa gert. Það er með ólíkindum hvað ýmis mál hafa tafist hér vegna þess hve mikið þarf að ræða þau af stjórnarandstöðunni. En ég get alveg fullvissað hv. þingmann um að Hreyfingin fær auðvitað skýrari svör frá okkur í þeim samtölum sem við eigum þessa stundina og höfum átt síðustu daga en ég get gefið úr þessum ræðustól. Ég veit að hv. þingmaður er það vanur að hann skilur það að fer maður ekki að opinbera hver staðan er nákvæmlega í svona málum í miðjum samningaviðræðum.