140. löggjafarþing — 101. fundur,  18. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:55]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hjartanlega sammála þingmanninum þegar hann segir að um tafaleiki sé að ræða. Þetta er enn einn tafaleikurinn sem ríkisstjórnin leikur í þessari málsmeðferð, málsmeðferð sem stenst ekki stjórnarskrá. Ég hef oft sagt að ríkisstjórninni væri nær að fara að gildandi stjórnarskrá áður en hún reynir að breyta henni svona. Sú ábyrgð verður ekki tekin af okkur þingmönnum að það erum við sem breytum stjórnarskránni og enginn annar. Það ákvæði er skýrt í stjórnarskránni.

Mig langar að spyrja þingmanninn að því hvort hann hafi veitt því athygli að hér er spurt pólitískra spurninga um nokkur mál. Tvö mál frá Vinstri grænum, tvö frá Samfylkingunni, töluliður 6 er beint frá Hreyfingunni. Svona hafa ríkisstjórnarflokkarnir skipt þessum spurningum niður. (Forseti hringir.) Var þingmaðurinn búinn að átta sig á því?