140. löggjafarþing — 102. fundur,  19. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að biðja forseta að íhuga að beita sér fyrir því að beiðni sem þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram á síðasta þingflokksformannafundi verði fylgt eftir, að hér fari fram sem allra fyrst umræða um fjárfestingarstefnu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Það er mjög mikilvægt að það mál komi sem fyrst á dagskrá og að forsætisráðherra flytji um það skýrslu eða taki málið til umræðu þannig að við komum því áfram.