140. löggjafarþing — 102. fundur,  19. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:59]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í 13. gr. í tillögum stjórnlagaráðs er talað um eignarréttinn. Þar segir, með leyfi forseta:

„Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji.“

Við höfum heyrt og þekkjum að í lögum er talað um almannaheill, að eitthvað sé svo mikilvægt að það varði heill almennings, heil þjóðarinnar. Ég vil spyrja hv. þingmann um hvort megi túlka þetta þannig að það sé önnur hugsun í orðinu almenningsþörf, því að þetta er ekki orðalag sem — ja, ég ætla svo sem ekki að fullyrða neitt en ég kannast ekki við að þetta sé notað um sömu hugsun og almannaheill, hvort sem við erum að tala um raforkulög, skyldur Landsvirkjunar o.s.frv. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort það (Forseti hringir.) sé óljóst orðað sem stjórnlagaráð leggur til þarna.

(Forseti (ÁI): Ein mínúta í síðara andsvari.)

Afsakið, frú forseti.

(Forseti (ÁI): Klukkan var ekki rétt stillt.)