140. löggjafarþing — 103. fundur,  21. maí 2012.

neytendavernd á fjármálamarkaði.

[15:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það virðist gæta ákveðins misskilnings hjá hæstv. ráðherra í svari hans. Það er þannig að Evrópuþingið er að véla um þessi mál. Þegar ég talaði við þá þingmenn sem þarna voru voru þeir allir sammála um að það fyrirkomulag sem er í gangi eða liggur núna í drögum og þeir hafa verið að ræða hentar ekki fyrir Ísland. Þeir spurðu mig af hverju enginn frá ríkisstjórn Íslands hefði komið og upplýst okkur um þetta, því að enginn hafði upplýst þá þingmenn sem eru að fara með þetta frá Íslandi um stöðu Íslands, enginn. Ég veit það vegna þess að ég talaði við flesta þingmenn sem eru í þessari nefnd. Þess vegna talaði ég við hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra og upplýsti hann um málið, átti fundi með honum og bauðst til að aðstoða eins og ég gæti til að koma þessum skilaboðum áleiðis. Það er vilji hjá þeim að fara yfir þetta en ég skil þetta ekki. Við getum deilt um ýmislegt en getum við ekki unnið saman í þessu máli. Getur hæstv. ríkisstjórn ekki (Forseti hringir.) gengið í það og notað þau tæki sem við höfum, sem eru meðal annars samskipti við þingmenn Evrópuþingsins, til að koma hinum augljósu hagsmunum Íslands á framfæri?