140. löggjafarþing — 103. fundur,  21. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:38]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Eina ferðina enn greiðum við atkvæði um hvort þingfundur megi standa lengur en þingsköp segja til um. Ég ætla að greiða atkvæði gegn þeirri tillögu vegna þess að ég tel það ekki þjóna neinum tilgangi að lengja þingfundi sem lið í því að klára hér þingstörf og klára mál. Það er ekki vandamálið að þingfundir séu of stuttir, vandamálið er það sem ég þreytist ekki á að segja úr þessum ræðustól að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er engin. Um leið og ríkisstjórnin forgangsraðar þeim málum sem hún vill klára og koma frá fyrir þinglok mun ekki þurfa jafnmarga fundi og menn gætu ætlað, get ég fullyrt, svo framarlega sem sú forgangsröðun er eitthvað sem (Forseti hringir.) hægt er að byggja á.