140. löggjafarþing — 105. fundur,  22. maí 2012.

beiðni um skýrslu.

[14:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þar sem við erum að ræða hér um skýrslur þá hefur Alþingi Íslendinga í tvígang samþykkt skýrslubeiðni frá mér og átta öðrum þingmönnum um könnun á stöðu gjaldeyrismarkaðar á Íslandi fyrstu fjóra mánuði eftir hrun. Það hefur aldrei komið nein skýrsla, aldrei. Ég þreytist á því að koma með þetta í þriðja sinn en þessu var beint til efnahags- og viðskiptaráðherra og engin svör hafa komið við því. Það er mjög mikilvægt að vita stöðuna á þessum tíma á gjaldeyrismarkaði á Íslandi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir ríkisins.