140. löggjafarþing — 105. fundur,  22. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:23]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú hefur komið í ljós að þingflokksfundi Samfylkingarinnar er lokið og hefur samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins staðið frá hálffjögur þannig að allt sem við höfum sagt hér síðastliðinn klukkutíma hefur algjörlega farið fram hjá öllum þingmönnum Samfylkingarinnar og hætt er við því að að minnsta kosti hv. þm. Pétur H. Blöndal muni fyrir vikið þurfa að fara aftur yfir þau atriði sem hann rakti hér síðasta klukkutímann.

Getur hæstv. forseti upplýst okkur um hvort Vinstri hreyfingin – grænt framboð sitji enn á þingflokksfundi og ef svo er, hvort eðlilegt sé að halda þingfundi áfram fyrr en þeim fundi er lokið? Því að Ríkisútvarpið upplýsti um það, virðulegur forseti, að báðir stjórnarflokkarnir ætluðu að halda þingflokksfundi klukkan hálffjögur.