140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Nú fáum við loksins að greiða um það atkvæði að hleypa stjórnarskránni hinni nýrri í þjóðaratkvæði og það gleður mig. Ég vonast til þess að við og þjóðin berum gæfu til að ræða um innihald þessarar nýju stjórnarskrár, eiga samtal um það í hvernig samfélagi við viljum búa.