140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:19]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er í mínum huga mikill gleðidagur. Ég vil nota tækifærið og þakka nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, bæði þingmönnum meiri hlutans og þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fyrir ljúft og gott samstarf. Nefndin vann vel, fór vel og rækilega yfir málin. Spurningarnar voru unnar með aðstoð sérfræðinga og yfirfarnar, bæði af fleiri spesíalistum og landskjörstjórn. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að við erum að spyrja um ákveðið plagg. Við erum að spyrja um tillögur stjórnlagaráðs en ekki eitthvað annað. Spurningarnar eru um það og um nýmæli í plagginu.

Til hamingju.