140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:20]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um mál sem hv. þingnefnd er ekki enn búin að fara yfir efnisatriðin í og rýna hvað tillögur stjórnlagaráðs þýða. Við erum ekki enn komin þangað.

Í öðru lagi eru spurningarnar ekki skýrar. Það þýðir að það er sama hver niðurstaðan verður, hver og einn getur túlkað hana eftir sínu höfði. Spurningarnar standast ekki aðferðafræðilegar kröfur. Málið er svo slæmt að hv. stjórnarliðar þorðu ekki að taka umræðuna í þingsal. Málið er einfaldlega skýrt dæmi um hrossakaup þessarar fúskstjórnar við Hreyfinguna þannig að ég frábið mér öll fagnaðarlæti því að þetta mál er ekki neitt sem Alþingi getur verið stolt af, síður en svo.