140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég hefði talið best ef menn hefðu sett einhvern endapunkt á þessar viðræður og síðan greitt atkvæði um samninginn. Það er hins vegar öllum ljóst sem fylgjast með að hér er ekki ætlunin að ljúka þessum samningum af hálfu þeirra sem að þeim standa, þ.e. hæstv. ríkisstjórnar, aðildarsinnanna og sömuleiðis þeirra sem eru Evrópusambandsmegin. Það á ekki að gera það fyrr en menn telja einhverjar líkur á að það sé hægt að knýja þetta í gegnum þjóðina. Það er verið að bíða eftir þeim tímapunkti.

Þess vegna mun ég gera allt til að stöðva þetta ferli. Þetta er ekkert raunverulegt ferli, þetta er ekki eins og lagt var upp með og síðan þarf auðvitað ekki að taka fram að ég er algjörlega á móti því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Ég segi já.