140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:56]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Við erum að greiða atkvæði um tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs, ekki um Evrópusambandið. Þessi breytingartillaga er að mínu mati laumufarþegi á þessum degi og senuþjófur. Ég er sammála landskjörstjórn sem bendir á að viðbótarspurning um óskylt mál gangi ekki á sama kjörseðli eins og hér er lagt til. (Gripið fram í: Hver … það?) (Gripið fram í: En á öðrum kjörseðli.)

Mér barst bréf fyrir nokkrum dögum þar sem var skorað á okkur þingmenn að bæta við spurningu um lausagöngu búfjár. Það er einnig óskylt mál og ég mæli heldur ekki með því. (Gripið fram í: Búfjár…)

Ég segi því nei.