140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:58]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Að ætlast til þess að þjóðin, í þjóðaratkvæðagreiðslu um það að hætta við aðildarviðræðurnar á þessari stundu, kjósi þar með í raun og veru um aðild að Evrópusambandinu áður en efnislegar upplýsingar liggja fyrir um hvað í því felst og hvaða þýðingu það hefur fyrir þjóðina, án þess að virt sé sú vegferð sem Alþingi samþykkti fyrir þremur árum að fara í með þetta mál, og þvinga fram óupplýsta þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki lýðræðisást og ber ekki vott um umhyggju fyrir þjóðarhag.

Það er lýðskrum og ég segi nei.