140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:00]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrána sem við höfum verið að ræða hér og erum að greiða atkvæði um er óljós. Stjórnarskráin hefur ekki verið rædd efnislega af hv. stjórnarliðum og ekki rædd málefnalega og hún felur í sér ákvæði sem eru út og suður.

Hins vegar er aðildin að Evrópusambandinu mjög klár. Þau okkar sem hafa kynnt sér Lissabon-sáttmálann vita um hvað málið snýst. Við erum í aðildarferli og mér finnst eðlilegt að þjóðin fái að greiða atkvæði um það hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið. Ég er á móti því að þjóðin gangi í Evrópusambandið svo ég vil að hún greiði atkvæði um það.

Ég segi já við þessari tillögu.