140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:06]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Hæstv. forseti. Það var misráðið í upphafi þessara aðildarviðræðna að spyrja ekki þjóðina fyrst hvort hún vildi að farið yrði í þessa vegferð. Nú er tækifæri til þess.

Ég vil minna þá sem halda því hér fram að verið sé að stöðva einhverja möguleika á að seinna meir er hægt að klára mál ef mönnum sýnist svo. Malta gerði hlé á sínum aðildarviðræðum í fjögur ár og fór síðan inn. Sviss gerði hlé á sínum aðildarviðræðum og hefur reyndar ekki tekið þær upp aftur.

Árið 2009 voru hér allt aðrar aðstæður í samfélaginu og menn voru þá tilbúnir að skoða alla aðra möguleika. Ýmislegt hefur gerst í Evrópu og menn hafa engan áhuga á að snúa þangað inn í dag. Margir hafa lýst þeirri skoðun sinni og ég held að það væri fullkomlega eðlilegt á þessum tímapunkti að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda þessum aðildarviðræðum áfram.

Ég segi já.