140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:14]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég er þeirrar skoðunar að úr því sem komið er eigi að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og gefa þjóðinni tækifæri til að segja álit sitt að þeim loknum. Þessi tillaga snýst um að taka frá þjóðinni þann valkost. (VigH: Nei.) (GBS: Nei, spyrja þjóðina.)

Ef menn kjósa að leggja fram slíka tillögu þarf hún að vera vel undirbúin. Það er sjálfstætt verkefni og henni á ekki að blanda saman við óskylt og mun mikilvægara mál eins og nýja stjórnarskrá. (Gripið fram í: Sem er …) (Gripið fram í: Hræsni.) Þessi tillaga er ekki vel undirbúin og hefur ekkert verið rædd og hún á ekki heima [Kliður í þingsal.] samhliða atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hún á heima eins og ég sagði áðan sem sjálfstætt verkefni.

Því segi ég nei við þessari tillögu.