140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:24]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það er einn munur á þeirri tillögu sem hér liggur fyrir og öðrum tillögum sem ætlunin er að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust miðað við vilja meiri hlutans að því er virðist, sá að sú tillaga sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir leggur fram og beinist að því að bætt verði við spurningu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram mun fara í haust gæti haft raunveruleg áhrif.