140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:34]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga lætur ekki mikið yfir sér. Þar er einfaldlega sagt að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að fara fram eigi síðar en 20. október 2012 en þá höfum við komist yfir þann hjall sem settur var fyrir okkur í mars. Við þurfum að eyða einum 250 millj. kr. í viðbót til að lýðræðið megi njóta sín í landinu en ég geri ráð fyrir að fólk viti í boði hvers það er.