140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál ber keim af pólitískum samningum. Hreyfingin lofaði að styðja ríkisstjórnina gegn því að þetta mál færi fram með hraði — að mínu mati. Þetta er mitt mat. Svo gerist það eftir að Hreyfingin er búin að selja pakkann að hún afhendir hann ekki, hún er hætt við að styðja ríkisstjórnina. Þá hefði ég talið eðlilegt að menn mundu hætta við að greiða verðið en það heldur áfram af einhverju tregðulögmáli.

Ég er á móti þessari tillögu.