140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:39]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Það er skoðun mín að veita eigi þjóðinni rétt til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í öllum málum, þar með talið um lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum og lög sem varða skattamál. Þjóðin á ekki að þurfa að bíða eftir að lögin komi til forseta eins og tillaga er gerð um í stjórnarskrártillögum stjórnlagaráðs.

Ég hef því lagt fram tvær breytingartillögur sem fela í sér tvær viðbótarspurningar og kemur önnur þeirra til atkvæðagreiðslu núna. Ég hvet þingheim til að samþykkja þær og veita þjóðinni ótakmarkaðan rétt til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í öllum málum.