140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:40]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf):

Frú forseti. Þær tillögur sem eftir standa til afgreiðslu, aðrar en tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafa ekki hlotið þá faglegu skoðun sem lög um þjóðaratkvæðagreiðslur mæla fyrir um. (Gripið fram í.) Sumar þeirra eru lagðar fram að því er virðist í gríni og til þess eins að kasta vafa á þá atkvæðagreiðslu sem fram mun fara. Ég mun segja nei við öllum öðrum tillögum sem eftir standa en þeim sem koma frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.