140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:47]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að nýta þjóðaratkvæðagreiðslur í mun meira mæli líkt og minn flokkur hefur ályktað um. Það sem ég vil hins vegar koma á framfæri hvað þetta varðar er að þó að ég styðji þessa tillögu tel ég mjög mikilvægt að þegar við fáum frumvarpið inn til breytinga á stjórnarskránni verði sett skýr ákvæði um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu til að hún sé gild, hvernig ákveðinn hluti þjóðarinnar geti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og að hlutfallið þurfi hugsanlega að verða hærra þegar kemur að skattamálum.