140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:05]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf):

Virðulegi forseti. Umfjöllun um tillögur stjórnlagaráðs hafa verið víðtækar, almennar og ágætar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á því þingi sem nú er að ljúka. Við þá umræðu hefur komið skýrt fram hvaða atriði það eru sérstaklega sem menn telja ástæðu til að kalla eftir viðhorfum og áliti þjóðarinnar á. Það er nákvæmlega samræmi í þeim skoðunum sem hafa verið innan nefndarinnar og hafa komið frá stjórnlagaráði sjálfu. Þess vegna er engin tilviljun hvaða spurningar hafa verið settar niður á blað (VigH: Þetta er rangt.) til að bera undir þjóðina. Það er til þess að fá veganesti, umsögn og álit þjóðarinnar á þessum lykilatriðum til að geta farið með það inn í þá vinnu sem bíður okkar þingmanna á komandi vetri til að ljúka yfirferð og afgreiðslu á nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. (Gripið fram í.)