140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu og sá þingmaður sem talaði á undan mér, hv. þm. Baldur Þórhallsson, kennir akkúrat í háskólanum hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og hvaða skilyrðum þarf að fullnægja til að þær geti gengið upp. Ég vona að hann flytji ekki þar þær ræður sem hann heldur hér. Við erum í þeirri stöðu hér að stíga skref sem mun leiða það af sér að við sköðum þjóðaratkvæðagreiðslur. Spurningar (BaldÞ: Í …) sem eru ekki skýrar, þegar kynningu er ábótavant, þegar menn skilja þetta ekki á sama veg, það allt hjálpar ekki þjóðaratkvæðagreiðslum. Þetta vita allir sem vilja kynna sér málið. Þess vegna er ekki annað hægt, virðulegi forseti, en að segja nei við þessari tillögu.