140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég get sparað mér að segja það sem hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir sagði því að ég fellst á það allt, en ég ætla að segja að það sem við erum að bera undir þjóðina er eitt stykki stjórnarskrá sem sumir segja að eigi að fara eftir hverri einustu grein, aðrir segja ekki. Hv. þm. Atli Gíslason var að enda við að segja að þessu yrði öllu breytt. Hvers lags lítilsvirðing við kjósendur er þetta þegar á að fara að greiða atkvæði um eitthvað og svo ætla menn að breyta því sem þjóðin er búin að greiða atkvæði um? (Gripið fram í: Þetta er ráðgefandi.) Þetta er ráðgefandi, já. Hvers vegna er þá yfirleitt verið að spyrja þjóðina?

Ég er eindregið á móti þessari tillögu allri saman og segi nei við henni.