140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:30]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég tel að þessi spurning sé ein mikilvægasta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina í tengslum við tillögur að nýrri stjórnarskrá. Ég tel að tillagan um nýja auðlindaákvæðið í tillögum stjórnlagaráðs sé ein merkasta nýjungin inn í íslenska stjórnarskrá og það sé mjög mikilvægt að við berum þetta undir þjóðina og fáum fulltingi hennar við það að taka afstöðu til náttúruauðlinda í þjóðareign og að skýrt verði kveðið á um það í stjórnarskránni.

Eins og fram hefur komið erum við núna með nokkur frumvörp þar sem nákvæmlega þessi spurning liggur undir. Ég er ekki í neinum vafa um það hver niðurstaða þjóðarinnar verði í þessu samhengi þannig að ég segi svo sannarlega já við þessum lið.