140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:32]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna sérstaklega að þjóðin fái tækifæri til að segja skoðun sína á þessum lið, að spurt verði hvort í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign. Þetta byggi ég meðal annars á ályktun á flokksþingi framsóknarmanna 2011 og fjölda frumvarpa sem framsóknarmenn hafa lagt fram um það að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign.

Ég hvet þann sem skilur ekki hvað orðið þjóðareign þýðir að kynna sér greinargerð þess máls. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)