140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:35]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hugtakið þjóðareign er Íslendingum svo framandi að það hefur verið í íslenskum lögum frá árinu 1930 þegar þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður sem ævarandi sameign íslensku þjóðarinnar.

Ég tel að sú spurning sem við erum að samþykkja, að mér sýnist, sé einhver sú mikilvægasta sem þjóðin og þingið stendur frammi fyrir á okkar tímum.

Ég segi já.