140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:58]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Jafnt vægi atkvæða þýðir, hv. þm. Jón Bjarnason, einn maður = eitt atkvæði. Við það hafa Íslendingar aldrei búið. Það er grundvallaratriði í lýðræðisríki að einn maður hafi eitt atkvæði. Ég fagna því að fá þetta atriði inn og ég fagna því þegar jöfnun vægis atkvæða verður komið á. Það er ekkert tekið fram í tillögum stjórnlagaráðs um að gera landið að einu kjördæmi, heldur er talað um að því verði skipt upp í kjördæmi.

Varðandi þær áhyggjur að landsbyggðin tapi áhrifum sínum við þessa breytingu tek ég fyllilega undir þær. Ég hef viðrað þá skoðun mína við meðal annars sessunaut minn að verkefni Alþingis sé í framhaldi af þessu með einhverju öðru móti en ójöfnun á vægi atkvæða að tryggja aðkomu landshluta að landsstjórninni áfram með viðunandi hætti.