140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:19]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Þetta er lokahnykkurinn á atkvæðagreiðslu um hvort vísa eigi drögum að nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fæðingarhríðir lýðræðis og almannavalds alls staðar í heiminum hafa alltaf verið erfiðar. Því miður er það svo á Alþingi Íslendinga líka að hér er stór hópur fólks sem vill ekki lýðræðisumbætur, (Gripið fram í.) sem vill ekki færa valdið til almennings, (Gripið fram í: … sjálfan þig.) sem vill ekki að þjóðin verði spurð um eigið vald í þjóðaratkvæðagreiðslum. (Gripið fram í: Hefur aldrei …) Því miður er það þannig. Það verður skráð í þingtíðindin í dag með hvaða hætti þingmenn greiða atkvæði (Gripið fram í.) um lýðræðisumbætur og almannavald. Það er vel að þjóðin lesi niðurstöður þessarar atkvæðagreiðslu í dag og muni hana til allrar framtíðar. (Gripið fram í: Ja-há.)