140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

fjárfestingaráætlun fyrir Ísland 2013-2015, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[16:00]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir með hæstv. forsætisráðherra, að það sé full ástæða til að bíða á meðan þingmenn koma sér fyrir í salnum vegna þess að það er mikilvægt að sem flestir fylgist að minnsta kosti með þessari umræðu. Ég fagna þessari nýju viðmiðun hæstv. forsætisráðherra sem er nú búin að gefa ákveðið fordæmi sem við hljótum að fylgja í öðrum málum einnig, öðrum mikilvægum málum, að menn fari ekki í umræður fyrr en hæfilegur fjöldi þingmanna að minnsta kosti er mættur til að fylgjast með.