140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

fundarstjórn.

[17:35]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn til að athuga hvort það sé ekki einhver misskilningur á dagskrá þingsins. Ég sé að 7. málið á dagskrá sem ætti að vera næsta mál er þingsályktunartillaga um svokallaða IPA-styrki en að frumvarpið um sama mál er 8. mál á dagskrá. Eins og við þekkjum hefur sú umræða verið í gangi og 2. umr. þess máls er ekki lokið. Það hefur verið gagnrýnt að þingsályktunartillagan hafi ekki verið sett á dagskrá á undan frumvarpinu en þau mistök hafa verið gerð og nú erum við í umræðu um það mál. Það má benda á að beðið hefur verið um að það fari aftur til nefndar og þá er eftir ein umræða. Því spyr ég, frú forseti: Er ekki öruggt að við höldum áfram umræðu um frumvarpið (Forseti hringir.) að lokinni þessari skýrsluumræðu?