140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

fundarstjórn.

[17:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ástæða þess að ég kem hingað aftur upp er eingöngu sú að inna virðulegan forseta eftir því hvort forseti hyggist svara þeim spurningum sem hér hafa verið settar fram. Mun forseti upplýsa um hvers vegna dagskránni var breytt og það án samráðs við þingflokksformenn? Hver eru rökin fyrir því að byrja á annarri umræðu meðan hin umræðan er í rauninni í gangi? Ég fæ ekki alveg botn í þetta, frú forseti, og ítreka þá ósk að forseti skýri þingmönnum frá ástæðum þess að þessi leið var farin.