140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

fundarstjórn.

[17:41]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Þetta finnst mér algjörlega ófullnægjandi svar frá hæstv. forseta vegna þess að um daginn var þessi röð einmitt höfð á og við gerðum athugasemd við það þá. Þá var við því orðið að umræðu um frumvarpið var haldið áfram en ekki þingsályktunartillöguna þannig að ég lít svo á að hæstv. forseti hafi fallist á þau rök sem við settum fram í því máli. Ég get ekki séð hvað varð til þess að þessu var breytt og ég tek undir með hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni, um þetta hefur ekki verið haft neitt samráð við þingflokksformenn. Ég lít svo á að vegna þess að við vorum með þetta í þessari röð áður og höfðum rætt það á einum tímapunkti á vettvangi þingflokksformanna finnst mér í rauninni verið að ganga á bak orða sinna við okkur þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar um þessa röð. Ég fer fram á það, frú forseti, (Forseti hringir.) að það verði gert hlé á þessum fundi á meðan úr þessu verður skorið.