140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:50]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það var mitt mat sem framsögumanns með þessu máli að umfjöllun um það væri tæmd á vettvangi nefndarinnar. Ég gerði því tillögu um að málið yrði tekið út og vek athygli á því að efnahags- og viðskiptanefnd hafði nokkrum vikum áður afgreitt frumvarp varðandi sama efni. Af hverju þurfti að taka málið út í upphafi fundar? Dagskrá fundarins var með þeim hætti, fundurinn var boðaður eins og venjulega á föstum fundartíma utanríkismálanefndar og í upphafi á dagskránni voru tvö mál til úttektar. Það vissu hv. þingmenn og málið var þar af leiðandi tekið út þegar það var tilbúið til afgreiðslu.