140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:53]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir framsöguna í þessu máli. Við erum hér að afgreiða í gegnum þingið tillögu sem felur í sér að taka á móti fé frá Evrópusambandinu til að halda uppi þeirri aðlögun sem nauðsynleg er til að við séum fýsilegt land til inngöngu í Evrópusambandið.

Mikið hefur verið rifist um það hér í þingsal og annars staðar í samfélaginu hvort um sé að ræða aðlögunarviðræður eða hvort hreinlega sé verið að kíkja í pakka sem hugsanlega stendur einhvern tíma til boða. Getur hv. þingmaður verið sammála mér um að með því að samþykkja þessi mál í þinginu sé ríkisstjórnin og þeir sem styðja þetta mál að viðurkenna loksins að hér sé um aðlögunarferli að ræða?